Fótbolti

Skot­mark Liver­pool og United skilið eftir utan hóps

Aron Guðmundsson skrifar
Sofyane Amrabat, leikmaður Fiorentina.
Sofyane Amrabat, leikmaður Fiorentina. Vísir/Getty

So­fy­an Amra­bat ferðaðist ekki með fé­lags­liði sínu Fiorentina sem á leik fyrir höndum gegn Rapid Vieanna í Sam­bands­deild Evrópu í kvöld.

Það er Sky Sports sem greinir frá en leik­maðurinn hefur verið orðaður við fé­lags­skipti til fjöl­mörg lið í Evrópu, þar á meðal ensku úr­vals­deildar­fé­lögin Liver­pool og Manchester United.

Heimildir Sky Sports herma að þessi á­hugi annarra fé­laga á Amra­bat valdi því að leik­maðurinn sé ekki með hugann á réttum stað fyrir komandi verk­efni Fiorentina og því sé hann utan hóps.

Manchester United hefur lengi vel haft á­huga á kröftum Amra­bat og eru for­ráða­menn fé­lagsins þessa dagana að velta því fyrir sér að leggja fram til­boð í kappann.

Sömu sögu er að segja af Liver­pool, sem sam­kvæmt Sky á Ítalíu átti í við­ræðum við Fiorentina á dögunum.

Sky Sports segir Amra­bat enn í plönum Fiorentina en ef að til­boð í kringum 21 milljón punda berist, sé fé­lagið reiðu­búið til að skoða mögu­lega sölu.

Samningur Amra­bat við Fiorentina rennur út næsta sumar en á­kvæði er í samningi hans þess efnis að fé­lagið geti fram­lengt samninginn um eitt ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×